Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp á haustþingi sem heimilar opinberum háskólum að innheimta skólagjöld af nemendum frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins.
Með breytingunni verður einnig boðið upp á námsstyrki fyrir afburðanemendur frá þessum löndum til að tryggja að efnilegir nemendur hafi áfram tækifæri til náms á Íslandi.
Markmiðið er að styrkja fjárhagsstöðu háskólanna og bæta gæði námsins.
Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem ekki innheimtir skólagjöld af nemendum utan EES, en sambærilegar breytingar hafa þegar verið gerðar í nágrannalöndum.
Breytingin er í samræmi við ábendingar frá OECD og á ekki að hafa áhrif á heildarfjármögnun háskólanna. Frumvarpið verður lagt fram á haustþingi.