Vindaspá næsta einn og hálfan sólarhring er mjög hagstæð varðandi gasmengun frá gosinu sem hófst nú í kvöld. Norðlæg átt er á landinu og mun gasmengunin berast til suðurs og suðausturs út á haf.
Þetta má sjá á gasmengunarspá Veðurstofunnar sem uppfærð var í kvöld. „Norðan og norðvestanátt á gossvæðinu í dag (fimmtudag) og á morgun. Gasmengun berst til suðurs og suðausturs,“ segir í spánni.