Göngumaður féll í sprungu í nótt

Bjarga þurfti göngumanni í nótt sem féll í sprungu er hann virti fyrir sér nýjasta eldgosið. Búið er að lækka hámarkshraðann á ákveðnum kafla á Reykjanesbrautinni. 

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Lögreglan á Suðurnesjum segir að það sé gríðarlega erfitt og hættulegt að fara á fæti að gosstöðvunum þar sem hraunið sé erfitt yfirferðar á göngu. Mikið af sprungum eru á svæðinu og féll göngumaður í eina slíka í nótt og slasaðist. 

„Einnig er mikið um sprungur á svæðinu og þurftum við sem dæmi að sækja göngumann þarna í nótt sem féll í sprungu og slasaðist sá eitthvað. Endilega farið varlega þarna og gætið að öryggi ykkar,“ segir í tilkynningunni. 

Hámarkshraðinn á brautinni lækkaður niður í 50

Staðan á Reykjanesbrautinni orðin slæm og því hefur lögreglan á Suðurnesjum tekið niður hámarkshraðann á milli Gridnavíkurvegar og Vogavegar. Hámarkshraði þar núna er 50 km/klst.

„Mikið er um að fólk sé að leggja bílum úti í kanti og við það skapast ákveðin hætta sem við viljum sporna við,“ segir í tilkynningunni.

Eyþór Rún­ar Þór­ar­ins­son, slökkviliðsstjóri Bruna­varna Suður­nesja, sagði einmitt í samtali við mbl.is í morgun að það gæti valdið mik­illi hættu að leggja bílum út í kant á brautinni.

Göngumaður féll í sprungu í nótt er hann fór að …
Göngumaður féll í sprungu í nótt er hann fór að skoða eldgosið. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert