Gosið ekki búið að ná jafnvægi

Dregið hefur nokkuð úr virkni eldgossins frá því sem mest var í gærkvöldi og er hún að mestu bundin við norðurenda gossprungunnar sem opnaðist fyrst og á gossprungunni sem opnaðist í nótt norður af upphaflegu sprungunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Skjálftavirknin minnkaði hratt upp úr klukkan fjögur í nótt. Áfram mælist þó gliðnun norður af Stóra-Skógfelli og bendir það til þess að gosið sé ekki búið að ná jafnvægi.

Hraunflæði í átt að Grindavíkurvegi hefur að mestu stöðvast. Engir innviðir eru í hættu eins og staðan er núna. Ekkert í gögnum bendir til þess að virknin muni færast í suður í átt að Grindavík.

Flogið yfir gosið í morgun með Norðurflugi.
Flogið yfir gosið í morgun með Norðurflugi. mbl.is/Árni Sæberg
Eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni sem hófst í gærkvöldi.
Eldgosið á Sundhnúkagígaröðinni sem hófst í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert