Gular viðvaranir í gildi

Það verður hvasst víða um land.
Það verður hvasst víða um land. Kort/Veðurstofa Íslands

Gular viðvaranir hafa tekið gildi á Faxaflóa, í Breiðafirði, á Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra.  Einnig er áfram í gildi frá því í gær gul viðvörun á Norðurlandi eystra.

Allhvöss eða hvöss norðanátt verður í dag og er talsverðri rigningu spáð, að því er kemur fram í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Hiti verður á bilinu 5 til 14 stig, mildast syðst.
Hiti verður á bilinu 5 til 14 stig, mildast syðst. mbl.is/Hákon

Veðurspáin fyrir landið er á þann veg að spáð er norðan 13 til 20 metrum á sekúndu, en hægari norðvestlæg átt verður austanlands. Víða  verður rigning eða súld, en talsverð úrkoma verður á Norðurlandi og Vestfjörðum. Dregur úr vindi og úrkomu seint í kvöld.

Norðan og norðvestan 5-13 m/s verða á morgun og dálítil rigning eða súld. Bjart verður með köflum sunnan heiða, en stöku skúrir síðdegis.

Hiti verður á bilinu 5 til 14 stig, mildast syðst.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert