Halda áfram að spila fram í andlátið

Jón Berg Halldórsson spilar reglulega á nikkuna.
Jón Berg Halldórsson spilar reglulega á nikkuna. mbl.is/Árni Sæberg

Vestmannaeyingurinn Jón Berg Halldórsson í Hafnarfirði kynntist harmonikuleik þegar hann var 17 ára, eignaðist þá fyrstu nikkuna, lærði að spila 35 árum síðar og er með föst verkefni í spilamennskunni.

„Við skemmtun gamla fólkinu reglulega,“ segir sjómaðurinn síkáti á 90. aldursári. Með honum spilar og syngur fólk, sem flest er um nírætt. „Saxófónleikarinn er 94 ára og elstur en trommarinn er aðeins 82 ára, krakkinn í hópnum.“

Jón hefur haldið utan um DAS-bandið undanfarin ár, tók við af Böðvari Magnússyni, sem sá um það frá byrjun, en það hefur spilað fyrir dansi á Hrafnistu í Hafnarfirði á föstudögum frá aldamótum. 

Jón var í Harmonikufélagi Reykjavíkur í mörg ár og formaður 2000 til 2004. Þar kynntist hann mörgu tónlistarfólki og ákveðinn kjarni hefur haldið hópinn síðan. „Við vorum lengi með böll í Glæsibæ, fórum í tónleikaferð til Vesturheims 2002 og höldum áfram á meðan við drögum andann.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert