Hámarkshraðinn lækkaður niður í 50 á brautinni

Mynd frá Grindavíkurafleggjara rétt eftir að eldgosið hófst í gær.
Mynd frá Grindavíkurafleggjara rétt eftir að eldgosið hófst í gær. Ljósmynd/Aðsend

Hámarkshraðinn á Reykjanesbrautinni á milli Grindavíkurafleggjara og Vogaafleggjara var lækkaður niður í 50 kílómetra á klukkustund vegna fjölda fólks sem hefur verið að leggja bílum sínum út í kant á brautinni.

Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is, en fyrir hádegi tilkynnti lögreglan að búið væri að lækka hámarkshraðann á fyrrnefndum kafla.

„Þetta er öryggisráðstöfun af hálfu lögreglu og Almannavarna,“ segir Úlfar. 

Á kortinu er hægt að sjá þann kafla á Reykjanesbrautinni …
Á kortinu er hægt að sjá þann kafla á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraðinn er kominn niður í 50 km/klst. Hámarkshraðinn er þó áfram 90 km/klst á öðrum köflum. Skjáskot/map.is

Reyna að sporna við þessu

Það er gömul saga og ný að fólk leggur bifreiðum sínum út í kant á brautinni þegar eldgos stendur yfir við Grindavík enda útsýnið ágætt.

Engin undantekning er á því núna og hefur þurft að grípa til varúðarráðstafana, eins og að lækka hámarkshraða, til að tryggja öryggi fólks.

„Reykjanesbrautin er mikið ekin og eðlilegt að við sjáum bíla í vegköntunum en við erum að reyna sporna við því að fólk fari út fyrir brautina, þá við gatnamótin,“ segir Úlfar.

Lögreglubíll keyrir upp og niður kantana

Úlfar hefur ekki heyrt af því að neitt tjón hafi orðið hingað til á bifreiðum eða fólki. Einn lögreglubíll hefur haft það hlutverk að keyra upp og niður kantana á Reykjanesbrautinni til þess að þeir fyllist ekki af bifreiðum.

„Þetta er bara gert í þeim tilgangi að reyna tryggja öryggi fólks,“ segir Úlfar.

Eyþór Rún­ar Þór­ar­ins­son, slökkviliðsstjóri Bruna­varna Suður­nesja, sagði ein­mitt í sam­tali við mbl.is í morg­un að það gæti valdið mik­illi hættu að leggja bíl­um út í kant á braut­inni.

„Þetta er stór­hættu­legt og erfitt að eiga við þetta, fólk er að leggja á braut­inni og þetta get­ur valdið al­var­leg­um slys­um,“ sagði Eyþór og bætti því við að þetta gæti tafið viðbragðsaðila ef eitt­hvað kæmi upp á.

Hér má sjá mynd frá Grindavíkurafleggjara fyrr í dag og …
Hér má sjá mynd frá Grindavíkurafleggjara fyrr í dag og eins og sjá má þá eru öll stæði full. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert