Hleypur í minningu litlu systur sinnar

Katrín Una Sigurðardóttir með litlu systur sína, Elvíru Maríu, í …
Katrín Una Sigurðardóttir með litlu systur sína, Elvíru Maríu, í fanginu. Ljósmynd/Aðsend

Katrín Una Sig­urðardótt­ir, níu ára Sigl­f­irðing­ur, ætl­ar að taka þátt í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu á morg­un. Hleyp­ur hún í skemmt­iskokk­inu til minn­ing­ar um syst­ur sína, El­víru Maríu, sem lést í fyrra eft­ir bar­áttu við bráðahvít­blæði.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir móðir Katrín­ar, Sigrún Sig­munds­dótt­ir, að Katrín sé opin, fjör­ug og skap­andi mann­eskja og sé rosa­lega peppuð fyr­ir kom­andi hlaupi. Þá sé hún mjög áhuga­söm um hvað hún sé bú­inn að safna mikl­um pen­ing en Katrín tók sjálf ákvörðun um að hlaupa fyr­ir góðgerðarfé­lagið Mía Magic.

„Hún var al­veg harðákveðin um leið og hún sá aug­lýs­ingu fyr­ir Reykja­vík­ur­m­araþonið að hlaupa fyr­ir Míu Magic,“ seg­ir Sigrún.

Góðgerðafé­lag sem nær vel til barn­anna

Góðgerðarfé­lagið ein­beit­ir sér að því að gleðja lang­veik börn og for­eldra þeirra ásamt því að gefa út fræðslu­bæk­ur og seg­ir Sigrún að mik­ill stuðning­ur hafi komið frá fé­lag­inu eft­ir að dótt­ir henn­ar El­víra greind­ist með bráðahvít­blæði, en eitt af því sem Mía Magic ger­ir svo vel er að ná til barn­anna.

Fengu El­víra og Katrín t.a.m. báðar svo­kallað Míu­box frá fé­lag­inu, en hvert Míu­box er sniðið að hverri mann­eskju sem fær það og inni­held­ur ýmis hluti. Hafi t.d. El­víra fengið Míu­bangsa sem hún sleppti varla af tak­inu að sögn Sigrún­ar.

Að sögn Sigrúnar sleppti Elvíra María vart takinu af Míubangsanum …
Að sögn Sigrún­ar sleppti El­víra María vart tak­inu af Míu­bangs­an­um sín­um sem hún fékk frá Míu Magic. Ljós­mynd/​Aðsend

„Katrín fékk líka þegar El­víra fékk Míu box og þetta er það sem stend­ur mest upp úr hjá henni. Nálg­un­in hjá Míu Magic nær bara mjög vel til barn­anna þannig það svo­lítið sit­ur eft­ir hjá þeim. Þessi kær­leik­ur og Míu­bangs­inn og bæk­urn­ar. Þetta er al­veg hápunkt­ur­inn hjá henni. Hún var ekki að spá í að hlaupa fyr­ir neitt annað.“

Seg­ir Sigrún að fé­lagið muni alltaf eiga sér­stak­an stað í hjört­um allra í fjöl­skyld­unni enda hafi fé­lagið staðið þétt við bak fjöl­skyld­unn­ar á mjög krefj­andi tím­um. Kveðst hún hafa kynnst stofn­anda Míu Magic, Þór­unni Evu G. Páls­dótt­ur, mjög vel á sín­um tíma og hafi Þór­unn verið ótrú­leg­ur stuðning­ur fyr­ir fjöl­skyld­una. Nefn­ir Sigrún að það geri líka hlaup Katrín­ar per­sónu­legra fyr­ir vikið.

Kynnti fé­lagið fyr­ir bekkn­um sín­um

Greini­legt er að góðgerðarfé­lagið skipt­ir Katrínu miklu máli. Nefn­ir Sigrún að Katrín hafi meira að segja verið með kynn­ingu um Míu Magic fyr­ir bekk­inn sinn í skól­an­um sín­um á Sigluf­irði.

„Hún var með glærukynn­ingu og sagði frá fé­lag­inu. Þetta var tæki­færi fyr­ir hana til að segja bekkn­um sín­um frá hlut sem að studdi okk­ur í gegn­um þetta allt sam­an. Það gaf henni mjög mikið að geta sagt frá þessu. Þetta var mjög fal­legt.“

Sigrún seg­ir að Katrín hafi svo leyft bekkn­um sín­um að skoða fræðslu­bæk­urn­ar, Míu­bangs­ann, lyklakipp­una, lykla­bandið og allt sem að hún hafði fengið frá fé­lag­inu.

Katrín Una hélt kynningu um Míu Magic fyrir bekkinn sinn …
Katrín Una hélt kynn­ingu um Míu Magic fyr­ir bekk­inn sinn á Sigluf­irði. Ljós­mynd/​Aðsend

Þurftu að flytja tíma­bundið frá Sigluf­irði

Sigrún und­ir­strik­ar þó mik­il­vægi annarra fé­laga og stofn­anna á þeim krefj­andi tím­um sem fjöl­skyld­an gekk í gegn­um. Þó Katrín sé að hlaupa fyr­ir Míu Magic vill Sigrún einnig koma á fram­færi þeirri ótrú­legu aðstoð sem fjöl­skyld­unni barst frá stofn­un­um líkt og Barna­spítala Hrings­ins og Styrkt­ar­fé­lagi krabba­meins­sjúkra barna (SKB). Hafi fjöl­skyld­an til dæm­is fengið íbúð í Reykja­vík í gegn­um SKB eft­ir að hún þurfti að flytj­ast frá Sigluf­irði tíma­bundið vegna veik­inda El­víru.

„Við búum á Sigluf­irði og El­víra grein­ist 3. des­em­ber 2021 og við för­um al­veg suður og för­um ekki heim fyrr en í júní 2022 í viku. Svo kom önn­ur svona dvöl og við vor­um að kom­ast heim eitt­hvað aðeins á milli en meira og minna vor­um við fyr­ir sunn­an,“ seg­ir Sigrún og nefn­ir jafn­framt að á þeim tíma hafi Katrín verið eft­ir hjá fjöl­skyldu og vin­um á Sigluf­irði. Ekki hafi verið hægt að taka hana úr skóla á meðan syst­ir henn­ar þarfnaðist umönn­un­ar í Reykja­vík og því var hún mikið frá þeim á meðan.

Ótrú­leg­ur stuðning­ur í litl­um bæj­ar­fé­lög­um

Þá seg­ir Sigrún, sem er einnig vinn­ur í grunn­skól­an­um á Sigluf­irði, að mjög góð sam­skipti og gott sam­starf hafi verið á milli fjöl­skyld­unn­ar og skól­ans. Til að mynda hafi þau fengið með náms­efni þegar Katrín fékk tæki­færi til að koma í heim­sókn.

„Ég vinn sjálf í grunn­skól­an­um á Sigluf­irði þannig að þetta var bara mitt fólk að hugsa um stelp­una mína og það hjálpaði gíf­ur­lega mikið. Þetta er það sem maður finn­ur fyr­ir þegar maður er frá litlu bæj­ar­fé­lög­un­um, svona stuðning­ur. Það er ótrú­legt.“

Erfiðir og krefj­andi tím­ar

Lyfjameðferð El­víru Maríu tók rúm­lega hálft ár og skilaði því miður ekki þeim niður­stöðum sem að fjöl­skyld­an vonaðist eft­ir. Var fjöl­skyld­unni sagt að El­víra þyrfti að fara í bein­merg­skipti.

Við tóku erfiðir tím­ar í Svíþjóð þar sem El­víra fór í gegn­um bein­merg­skipti og dvaldi fjöl­skyld­an þar í þrjá og hálf­an mánuð. Hafi þar Katrín Una náð að kom­ast í heim­sókn sem Sigrún seg­ir að hafi verið ómet­an­legt.

Fjöl­skyld­an sneri heim frá Svíþjóð í októ­ber en var það svo í byrj­un janú­ar 2023 að fjöl­skyld­an fékk staðfest að veik­indi El­víru hefðu snúið aft­ur.

Heiðra minn­ingu El­víru Maríu

El­víra María lést 16. júní í fyrra eft­ir hetju­lega bar­áttu sína við bráðahvít­blæði aðeins tveggja og hálfs árs og seg­ir Sigrún að stofnaður hef­ur verið minn­ing­ar­sjóður í henn­ar nafni.

„Þetta er gert til þess að heiðra minn­ingu henn­ar og styðja við góðgerðarfé­lög og stofn­an­ir sem að voru til staðar fyr­ir okk­ur eins og Barna­spítal­ann og Styrkt­ar­fé­lag krabba­meins­sjúkra barna og trúðavakt­in á Barna­spítal­an­um sem ekki marg­ir vita af. Það komu trúðar einu sinni í viku og heim­sækja krakk­ana. Allskon­ar svona sem að snerti okk­ur sem okk­ur lang­ar að styrkja,“ seg­ir Sigrún og nefn­ir jafn­framt að minn­ing­ar­sjóðinn megi finna á Face­book.

Þar eru seld prjónuð hár­bönd með regn­boga­litaða slaufu sem Sigrún seg­ir að sé mjög mikið í anda El­víru Maríu.

„Hún var alltaf voða lit­rík og hress og skemmti­leg og bara bros­andi og hlæj­andi í gegn­um allt.“

Finna má minningarsjóð um Elvíru Maríu á Facebook. Þar er …
Finna má minn­ing­ar­sjóð um El­víru Maríu á Face­book. Þar er hægt að kaupa prjónuð hár­bönd sem Sigrún seg­ir vera í anda El­víru Maríu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hjálp­ar að gefa til­baka

Seg­ir Sigrún að hár­bönd­in hafi verið til að safna pen­ing og ætl­un­in sé að gera fleira. Það hjálpi að gefa til­baka til þeirra sem stóðu þétt við bak fjöl­skyld­unn­ar en lýs­ir Sigrún Barna­spítal­an­um sem öðru heim­ili fjöl­skyld­unn­ar þegar El­víra María glímdi við veik­indi sín.

„Þetta var bara orðið fjöl­skylda manns, fólkið þarna,“ seg­ir Sigrún og tek­ur jafn­framt fram að hún vilji koma enda­laus­um þökk­um til allra á Barna­spítal­an­um.

„Ynd­is­legt starfs­fólk og læknateymi og allt sem að teng­ist þessu. Það er ekki hægt að lýsa því.“

Hægt er að heita á Katrínu Unu hér. Hægt er að kynna sér minn­ing­ar­sjóð El­víru Maríu á Face­book.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert