„Hörmungarnar dynja nú á samtímis víða um land“

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra.
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hörmungarnar dynja nú á samtímis víða um land,“ segir í færslu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á Facebook.

Tilefni skrifa forsætisráðherrans eru eldsumbrotin á Reykjanesskaga og þeir hræðilegu atburðir sem áttu sér stað á Neskaupsstað í vikunni.

„Seint í gærkvöldi hófst svo sjötta eldgosið á Reykjanesskaga á átta mánaða tímabili, þar sem fólk horfir enn á elda brenna við heimili sín og vinnustaði. Ég sendi mínar hlýjustu kveðjur og styrk til þeirra sem eiga um sárt að binda um þessar mundir. Sömuleiðis vil ég nýta tækifærið til að hrósa viðbragðsaðilum okkar á öllum vígstöðvum, sem eru landi og þjóð til sóma nú líkt og áður,“ skrifar Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert