Mælar Veðurstofunnar hugsanlega undir hrauni

Hraun fór að umkringja Litla-Skógfell í morgun og hafa nú …
Hraun fór að umkringja Litla-Skógfell í morgun og hafa nú tveir mælar Veðurstofunnar glatast í kjölfarið. mbl.is/Eyþór

Veðurstofan missti samband við skjálftamæli og GPS-mæli sem staðsettir eru hjá Litla-Skógfelli er hraun fór að umkringja svæðið í morgun.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við mbl.is að mælarnir séu líklega glataðir.

„Við misstum bara samband um svipað leyti og þegar hraun náði á Litla-Skógfell. Gæti verið hiti eða gæti hafa lent undir hrauni. Við bara vitum það ekki. Eina sem við vitum er að við misstum samband,“ segir Benedikt.

Okkur skilst að þessi tæki séu að kosta eitthvað í kringum 2-3 milljónir, er það rétt?

„Jú, jú þetta kostar eitthvað. Svo sem ekkert miðað við annað sem hefur farið í þessu gosi.“

Benedikt gat ekki veitt nánari fregnir um gosið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert