Ekki er búist við gasmengun í Reykjavíkurmaraþoni eða á Menningarnótt á morgun að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Í færslu frá Veðurstofunni á Facebook segir að gasmengun frá gossvæðinu á Reykjanesskaga berist undan vindi til suðurs frá eldstöðinni og kemur ekki til með að hafa áhrif á íbúa og gesti höfuðborgarsvæðisins eða þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni.
Á morgun verður norðlæg vindátt á höfuðborgarsvæðinu, 7-10 m/s fyrst um morguninn, en hægari undir hádegi og yfirleitt 4-6 m/s um miðjan dag. Léttskýjað verður með köflum og hiti frá 7 stigum upp í 10 stig.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/08/22/bein_utsending_eldgos_a_reykjanesskaga/