Nýjustu myndskeið af gosinu

Sprungurnar eru samtals um fimm kílómetrar á lengd.
Sprungurnar eru samtals um fimm kílómetrar á lengd. Ljósmynd/Almannavarnir

Þyrla á vegum almannavarna flýgur nú yfir eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga fyrr í kvöld. Ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins er með í för og náði tveimur myndskeiðum af gosinu sem sýna meðal annars nýja sprungu sem hefur opnast til norðurs.

Hér sést hvernig ný sprunga sem er um kílómetri að lengd hefur opnast norðan við fyrri sprunguna. Þá sést hvernig hraunið úr gosinu rennur í miklu mæli til vesturs. Heildarlengd sprungnanna er nú um fimm kílómetrar.

 

Í seinna myndbandinu má sjá hvernig mesta virknin í eldri sprungunni hefur safnast saman í norðurenda hennar en á örðum stöðum virðist hafa dregið úr virkninni og göt myndast í hraunflæðinu.

Hér má sjá hvernig hraun hefur runnið í síðustu gosum …
Hér má sjá hvernig hraun hefur runnið í síðustu gosum og fyrri gossprunguna í núverandi gosi. Nýja sprungan er norður af þeirri fyrri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert