Óvissustigi lýst yfir á Norðurlandi eystra

Uppsöfnuð úrkoma frá í dag, 23. ágúst til sunnudags, 25. …
Uppsöfnuð úrkoma frá í dag, 23. ágúst til sunnudags, 25. ágúst. Kort/Veðurstofa Íslands

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mikillar rigningar á Tröllaskaga og aukinnar skriðuhættu. 

Vegagerðin hefur lokað Siglufjarðarvegi frá Hrauni að Strákagöngum vegna grjóthruns. Hjáleið er um Lágheiði. 

Viðbragðsaðilar hafa frá því í morgun verið í ýmsum verkefnum þessu tengt. Áframhaldandi rigningaspá er á svæðinu til morguns. 

Þessi ákvörðun var tekin í framhaldi af fundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra með aðgerðastjórn á Norðurlandi eystra og Veðurstofu rétt í þessu. Almannavarnadeild fylgist áfram með stöðunni og verður í sambandi aðgerðarstjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert