Ræsir maraþonið og bakar vöfflur

Einar Þorsteinsson mun fara víða um miðborg Reykjavíkur á morgun …
Einar Þorsteinsson mun fara víða um miðborg Reykjavíkur á morgun í tilefni Menningarnætur. mbl.is/Ágúst Óliver

Ein­ar Þor­steins­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, verður víða um miðborg­ina á morg­un og mun meðal ann­ars ræsa hálfa og heila maraþonið í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka 2024, ásamt Fríðu Bjarna­dótt­ir.

Fríða var fyrst ís­lenskra kvenna til að hlaupa heilt maraþon á Íslandi og í fyrsta Reykja­vík­ur­m­araþon­inu sem haldið var 1984, en henni var meinuð þátt­taka í maraþon­inu ár­inu á und­an. 

Knút­ur Óskars­son mun síðan ræsa 10 km hlaupið, en hann er einn upp­hafs­manna Reykja­vík­ur­m­araþons­ins og var lengi vel formaður þess. 

Tek­ur í vöfflu­járnið 

Ein­ar ætl­ar ekki að bjóða í vöfflukaffi á morg­un eins og for­veri hans í starfi, Dag­ur B. Eggerts­son, gerði iðulega á Menn­ing­arnótt. Er það vegna þess að Ein­ar er bú­sett­ur í Breiðholti en ekki í miðborg­inni.

Ein­ar ætl­ar þó að halda vöfflu­hefðinni á lofti og hyggst mæta í heim­sókn til íbúa í miðborg­inni og baka vöffl­ur með þeim. 

„Ég ætla að kíkja í vöfflukaffi og kannski taka í vöfflu­járnið,“ seg­ir Ein­ar í sam­tali við mbl.is.  

Heiðra Grin­vík­inga

Grind­vík­ing­ar eru heiðurs­gest­ir Menn­ing­ar­næt­ur í ár og munu bjóða upp á fjöl­breytta dag­skrá. 

„Ég hvet alla til þess að fara niður í Ráðhús Reykja­vík­ur og sjá hvað Grind­vík­ing­arn­ir eru að bjóða upp á og sýna þeim sam­stöðu,“ seg­ir Ein­ar. 

Ein­ar mun einnig vígja Hörpu­torgið þar sem verður hægt að sjá lúðrasveita­bar­daga sem að sögn Ein­ars er einn af líf­legri viðburðum Menn­ing­ar­næt­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert