Samstarf til að efla varnir gegn netárásum

Theódór Ragnar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Defend Iceland, og Birna …
Theódór Ragnar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Defend Iceland, og Birna Íris Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Stafrænt Ísland og Defend Iceland hafa gert með sér samstarfssamning sem miðar að því að styrkja varnir gegn netárásum.

Tilkynnt er um þetta á vef Stjórnarráðsins í dag.

Með nýtingu villuveiðigáttar Defend Iceland verður unnið að því að finna og lagfæra öryggisveikleika í kerfum Stafræns Íslands, áður en glæpamenn geta nýtt sér þá.

Forvirkar öryggisaðgerðir til að skapa öruggara samfélag

Markmið Defend Iceland er að stuðla að öruggara stafrænu samfélagi með forvirkum öryggisaðgerðum.

Villuveiðigátt fyrirtækisins hermir eftir aðferðum tölvuhakkara og skipulagðra netárásarhópa til að greina veikleika í upplýsingatæknikerfum og tryggja að þeim sé mætt áður en þeir verða nýttir gegn kerfunum.

Samningurinn er mikilvægur á tímum þar sem netárásum fjölgar ört.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert