Skammt í að hraunið nái að Grindavíkurvegi

Eldgosið hófst á tíunda tímanum.
Eldgosið hófst á tíunda tímanum. mbl.is/Hörður

Hraunflæði úr gossprungunni sem opnaðist á tíunda tímanum í kvöld stefnir í átt að Grindavíkurvegi og gæti náð að veginum eftir hálftíma eða klukkutíma. 

Þetta segir Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Gossprungan er fjögurra kílómetra löng og er mesta virknin nyrst á sprungunni. Hraun flæðir til austurs og vesturs. 

Að sögn Sigríðar virðist sprungan hætt að stækka. Hún kveðst þó ekki geta fullyrt hvort dregið hafi úr virkni gossins en krafturinn virðist ekki fara stigmagnandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert