Tveir flokkar af átta neikvæðir í garð sáttmálans

Sex flokkar eru jákvæðir í garð sáttmálans.
Sex flokkar eru jákvæðir í garð sáttmálans. Sigurður Bogi Sævarsson

Yfirgnæfandi meirihluti forystumanna stjórnmálaflokka á Alþingi eru jákvæðir í garð uppfærðs samgöngusáttmála sem var undirritaður í gær.

Aðeins tveir voru neikvæðir í garð sáttmálans.

mbl.is hefur rætt við forystumenn og þingmenn í öllum flokkunum á Alþingi frá því að sáttmálinn var undirritaður á miðvikudag. 

Inga og Bergþór neikvæð í garð sáttmálans

Fram hefur komið í máli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, í samtali við mbl.is að hún væri ekki sátt við sáttmálann

„Þetta er bara kosn­ingalof­orð. Þeir eru byrjaðir að lofa millj­örðum. Talandi um 16 millj­arða á ári. Rík­is­sjóður er rek­inn með gríðarleg­um halla eins og við vit­um og við erum að glíma hér við verstu efna­hags­stjórn í heimi,“ sagði Inga Sæ­land í samtali við mbl.is.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Eggert Jóhannesson

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, kvaðst hvorki vera sáttur við samgöngusáttmálann né útgjöld ríkissjóðs í tengslum við hann.

„Við telj­um að þessi áhersla á að þrengja að al­mennri um­ferð fjöl­skyldu­bíls­ins sé úr öllu hófi geng­in. Við höf­um séð á þessu fyrstu fimm árum [eft­ir fyrstu und­ir­rit­un] að það er þrengt að og tafið fyr­ir stofn­brautafram­kvæmd­un­um á meðan reynt er að ýta borg­ar­línu­hlut­an­um hraðar áfram held­ur en skyn­sam­legt get­ur tal­ist,“ sagði Bergþór Ólason í sam­tali við mbl.is.

Ríkisstjórnin sátt

Eðli málsins samkvæmt eru forystumenn í ríkisstjórninni sáttir með undirritun sáttmálans.

„Það er svo langt frá því að vera sjálfsagt að ríki og sveit­ar­fé­lög geti náð sér sam­an um svona lang­tíma­sýn í jafn miklu grund­vall­ar­máli eins og sam­göngu­mál fyr­ir allt höfuðborg­ar­svæðið til 2040 eru. Það er ekki hægt að kom­ast að annarri niður­stöðu en að þetta sé gíf­ur­lega mik­ill áfangi,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, í samtali við mbl.is.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á kynningarfundi um uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í …
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á kynningarfundi um uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í Salnum í Kópavogi. mbl.is/Eyþór

Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík suður, var ánægð með undirritunina er mbl.is náði af henni tali.

„Þetta er nátt­úru­lega bara mjög dýr­mæt­ur og mik­il­væg­ur áfangi fyr­ir sam­göng­ur hér á höfuðborg­ar­svæðinu en líka bara fyr­ir framtíðar­sýn upp­bygg­ing­ar sam­fé­lags­ins,“ sagði hún.

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknar, var ánægður eftir undirritunina en sagði að honum þætti eðlilegt að sáttmálinn yrði tekinn til endurmótunar með reglubundnum hætti og nefndi til dæmis á fimm ára fresti.

„Mér kæmi ekk­ert á óvart ef í þeim fasa þá muni jafn­vel ein­hver verk­efni sem við erum búin að móta núna jafn­vel breyt­ast í að stækka eða jafn­vel að það bæt­ist við verk­efni.“

Samfylkingin ánægð

Stjórnarandstöðuflokkarnir Samfylking, Viðreisn og Píratar lýstu yfir mikilli ánægju með sáttmálann. Á sveitarstjórnarstiginu mynda þessi þrír flokkar meirihluta í borgarstjórn ásamt Framsókn.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, vara­formaður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði flokk­inn fagna því að loks­ins væri búið að upp­færa sam­göngusátt­mál­ann.

„Í mín­um huga skipt­ir mjög miklu máli að það sé samstaða á milli allra sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu um þessa upp­færslu og ekki síður að ríkið skuld­bindi sig til að stíga sterk­ar inn meðal ann­ars með þátt­töku í rekstri al­menn­ings­sam­gangna. Það er krafa sem að hef­ur verið uppi mjög lengi og mik­il­vægt að svara,“ sagði Þór­unn í samtali við mbl.is.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fegurð fólgin í þverpólitískri sátt

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, sagði að Viðreisn tæki vel í upp­færðan sam­göngusátt­mála og að feg­urð væri fólgin í því að hann hafi verið gerður á þver­póli­tísk­um grunni.

„Það var löngu kom­inn tími á sam­göngu­um­bæt­ur og upp­bygg­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu,“ sagði Þor­gerður í sam­tali við mbl.is.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Arnþór

Andrés Ingi Jóns­son, þingmaður Pírata, sagði að flokkurinn væri ánægður með að uppfærður sáttmáli væri kominn í höfn.

„Mér finnst kannski sér­stak­lega muna um sam­göng­urn­ar sem eru þarna. Borg­ar­lín­an mun stökk­breyta því hvernig al­menn­ings­sam­göng­ur virka og göngu- og hjóla­stíg­ar sem við sjá­um strax hvað þeir geta breytt miklu hvaða varðar sam­göngu­mynstrið á svæðinu,“ sagði hann í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert