Tíðavörur eigi að vera jafn aðgengilegar og klósettpappír

Linn Rosenqvist (t.v.) og Hanna Lauste (t.h.) stofnendur Herbox með …
Linn Rosenqvist (t.v.) og Hanna Lauste (t.h.) stofnendur Herbox með bleikt eintak af kassanum. mbl.is/Anton Brink

Sænska fyr­ir­tækið Her­box er einn stuðningsaðili Reykja­vík­ur­m­araþons­ins sem fer fram á morg­un. Stofn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins segja aðgengi að tíðavör­um vera jafn­rétt­is­bar­áttu­mál.

Blaðamaður mbl.is hitti Hönnu Lauste og Linn Rosenqvist sem eru komn­ar til lands­ins til að styrkja maraþonið og til að kanna áhuga meðal fyr­ir­tækja og stofn­ana á Íslandi á Her­box, tíðar­vöru­kassa, sem skammt­ar not­end­um dömu­bindi eða túr­tappa að kostnaðarlausu.

Fjór­ir slík­ir kass­ar verða til reiðu á kló­sett­um í grennd við maraþonið á morg­un en Hanna og Linn segja aðgengi að tíðar­vör­um jafn mik­il­vægt og aðgengi að kló­sett­papp­ír.

Kass­inn er hannaður til þess að sporna við því að fólk taki sér meira en það þarf að hverju sinni og er því bú­inn tímastilli sem kem­ur í veg fyr­ir að maður geti notað hann með stuttu milli­bili. Er hann al­farið hand­knú­inn og þarfn­ast því ekki raf­hlöðu eða raf­magns al­mennt.

„Við erum frek­ar viss­ar um að það verði staðall­inn í Evr­ópu inn­an nokk­urra ára.“

All­ir geti tekið þátt sama hvaða dag­ur mánaðar sé

„Fyr­ir­tæki hér hafa þegar sýnt þessu mik­inn áhuga og það er okk­ar skiln­ing­ur að ís­lensk fyr­ir­tæki séu mjög fram­sýn og áhuga­söm um kynja­jafn­rétti,“ seg­ir Hanna.

Fyr­ir­tækið hef­ur ört frá stofn­un árið 2020 og er nú með skrif­stof­ur í bæði Svíþjóð og Hollandi og yfir 5.000 Her­box-kassa víða um heim­inn. Eru viðskipta­vin­ir allt frá smá­fyr­ir­tækj­um til stofn­ana og stór­fyr­ir­tækja á borð við Volvo í Svíþjóð, Coca Cola, Disney og sveit­ar­fé­lög.

Á þeim fjór­um árum sem þær hafi rekið fyr­ir­tækið hafi þær fundið fyr­ir mik­illi viðhorfs­breyt­ingu gagn­vart aðgengi að tíðavör­um og Her­box.

Hanna og Linn segja tíðavörur eiga að vera jafn aðgengilegar …
Hanna og Linn segja tíðavör­ur eiga að vera jafn aðgengi­leg­ar og kló­sett­papp­ír. mbl/ Þor­vald­ur Örn Krist­munds­son

Ekki það sama og að veita starfs­mönn­um rakvél­ar

Í dag sé mun sjald­gæfara að fyr­ir­tæki taki illa í hug­mynd­ina um að sjá starfs­fólki sínu fyr­ir tíðavör­um. Í upp­hafi hafi sum­um þótt hug­mynd­in ansi rót­tæk og sagt tíðavör­ur vera á eig­in ábyrgð og jafn­vel borið það sam­an við að bjóða starfs­fólki upp á ókeyp­is rakvél­ar.

„Tíðavör­ur ættu að vera álitn­ar jafn mik­il­væg­ar og kló­sett­papp­ír, það er ekki það sama og að bjóða ekki upp á rakvél­ar. Þú get­ur al­veg farið í vinn­una án þess að raka þig,“ seg­ir Hanna.

„Töl­fræðin sýn­ir okk­ur líka að kon­ur eru að fara fyrr heim úr vinnu og skóla út af blæðing­um, svo yf­ir­menn og mannauðsfull­trú­ar ættu svo sann­ar­lega að láta sig varða að þeir séu að missa vinnu­fram­lag frá starfs­fólki vegna skorts á nauðsynja­vöru,“ bæt­ir Linn við.

Hanna seg­ir einnig mik­il­vægt að bjóða upp á tíðavör­ur á kló­sett­um í t.d. skól­um svo ung­ar stúlk­ur, sem gjarn­an séu jú á viðkvæm­um aldri, þurfi ekki að biðja kenn­ara um tíðavör­ur held­ur geti sótt sér þær sjálf­ar.

Stressuð að það myndi blæða í gegn á heims­meist­ara­mót­inu

Her­box hef­ur stutt fjölda maraþonviðburða og íþróttaviðburða til þessa en Hanna seg­ir hug­mynd­ina m.a. hafa kviknað eft­ir að sænska skíðakon­an Johanna Hagström vakti máls á því að hún hefði óvænt byrjað á blæðing­um rétt áður en hún átti að taka þátt í heims­meist­ara­mót­inu í fyrra.

Hún hafi ekki haft aðgengi að tíðar­vör­um með svo litl­um fyr­ir­vara og kvaðst því hafa þurft að biðja og vona að ekki myndi blæða í gegn­um skíðagall­ann.

Mik­il­vægt er að sögn Linn og Hönnu að lé­legt aðgengi að tíðavör­um hindri ekki þátt­töku kvenna í íþrótt­um, en þær voru til staðar á heims­meist­ara­mót­inu í ár með Her­box til að Hagström og fleiri þyrftu ekki að ör­vænta ef þær skyldu byrja á túr.

„Við erum að reyna að stuðla að um­hverfi þar sem all­ir geta tekið þátt sama hvaða dag­ur mánaðar er,“ seg­ir Linn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert