Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald og einangrun yfir karlmanni sem var handtekinn í tengslum við að hafa orðið áttræðum hjónum að bana í gær.
Verður gæsluvarðhald í gildi til 30. ágúst næstkomandi samkvæmt tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi.