Endanlegur kostnaður óvissu háður

Framkvæmdir standa nú yfir við Arnarnesveg sem er hluti af …
Framkvæmdir standa nú yfir við Arnarnesveg sem er hluti af verkefnum undir hatti samgöngusáttmálans. Verklok eru áætluð 2026. mbl.is/Árni Sæberg

Stökkbreyttur kostnaður verkefna sem kveðið er á um í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins hefur vakið athygli og vekur spurningar um hvernig að gerð fjárhagsáætlana hefur verið staðið, en í sáttmálanum sem undirritaður var haustið 2019 var áætlaður kostnaður 120 milljarðar sem lætur nærri að vera 170 milljarðar í dag vegna vísitöluhækkana upp á 40%.

Eigi að síður hljóðar kostnaðaráætlun uppfærðs sáttmála í dag upp á 311 milljarða, sem er nær tvöföld sú fjárhæð sem fyrri sáttmálinn hljóðaði upp á, uppreiknaður til verðlags í dag.

Ný verkefni og aukið umfang

Í greinargerð viðræðuhóps ríkisins og sveitarfélaganna um hinn uppfærða samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er sú skýring m.a. gefin á hinum stórhækkaða kostnaði að komin séu til skjalanna ný verkefni og aukið umfang. Þá hafi hluti kostnaðaráætlana sáttmálans frá 2019 byggst á eldri útfærslum og flest verkefnin verið á „skilgreiningarstigi“. Eldri áætlanir hafi byggst á hönnunarstöðlum og forsendum sem í mörgum tilvikum hafi breyst síðan.

Tiltekið er að ekki hafi verið gert ráð fyrir kostnaði við Sæbrautarstokk í fyrri framkvæmdaáætlun og nú sé ætlunin að leggja Miklubraut í jarðgöng í stað stokks áður. Þá hafi Fossvogsbrú verið hugsuð sem göngubrú upphaflega, en við hana bætast sérreinar fyrir borgarlínu, auk þess sem farið var í hönnunarsamkeppni vegna brúarinnar. Aukinheldur sé gert ráð fyrir talsvert fleiri hjólastígum en áður.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert