Enginn fékk allar tölurnar réttar i Lottói kvöldsins en þrír fengu annan vinning og fær hver um 350 þúsund krónur í sinn hlut.
Vinningsmiðarnir voru keyptir í Gullnesti í Grafarvogi, Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum og í Lottó appinu.
Tölur kvöldsins voru 1, 25, 27, 35, 36 og bónustalan var 10.
Enginn var með allar tölurnar réttar í Jókernum en sex fengu annan vinning og fær hver vinningshafi 100 þúsund krónur.