Grænt ljós á fjölorkustöð á Granda

Nokkrar athugasemdir bárust þegar deiliskipulagið var auglýst.
Nokkrar athugasemdir bárust þegar deiliskipulagið var auglýst. mbl.is/sisi

Nú hillir undir að framkvæmdir hefjist við uppsetningu fjölorkustöðvar N1 á lóðinni Fiskislóð 15-21 á Granda. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir reitinn og staðfesti borgarráð þá afgreiðslu á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag.

Nokkrar athugasemdir bárust þegar deiliskipulagið var auglýst. Meðal annars gera Landssamtök hjólreiðamanna athugasemdir við það að öryggi hjólandi og gangandi yrði ekki nægilega tryggt miðað við þær teikningar sem lágu fyrir.

Samtökin eru andsnúin því að þarna verði settar upp eldsneytisdælur en amast ekki við hleðslustöðvum.

„Í öðru lagi leggst LHM gegn staðsetningu þessara byggingarreita innan lóðarinnar upp við aðkomu gangandi og hjólandi að lóðinni og þeirri verslun og þjónustu sem þar er að finna. Í stuttu máli vill LHM meina að reitunum sé valinn versti mögulegi staður í tillögunni,“ segir m.a. í umsögninni.

Staðsetningin óæskileg

Alvarlegasta athugasemdin barst frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur (HER).

Kvaðst eftirlitið hafa umtalsverðar áhyggjur af öryggi fólks. Óæskilegt sé að setja upp eldsneytisafgreiðslu á umferðarþungri eldsneytis- og þjónustulóð. Æskilegt væri að koma dælunum fyrir á öðrum stað. Mikilvægt sé að olíubílar eigi greiða leið að og frá svæðinu og þeir þurfi ekki að bakka til að komast burt.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert