Háskólanemar utan EES borgi

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ræðir málið við Morgunblaðið.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ræðir málið við Morgunblaðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, er með frumvarp í undirbúningi þar sem opinberum háskólum verður heimilað að innheimta skólagjöld af nemendum sem koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Erlendum umsóknum í íslenska háskóla hefur fjölgað hratt og voru t.a.m. umsóknir frá nemendum utan EES fyrir næsta skólaár tæplega tvö þúsund talsins. Samkvæmt upplýsingum blaðsins voru um 1.200 nemendur frá löndum utan EES við háskólanám hér á landi á síðasta ári.

Kostnaður er breytilegur eftir námsbrautum en að sögn Áslaugar Örnu er kostnaður við ódýrustu brautirnar ekki undir einni milljón króna. Innheimta skólagjaldanna geti gefið háskólunum miklar tekjur.

Námsstyrkir fyrir afburðanemendur

Samhliða breytingunum á að taka upp námsstyrki fyrir afburðanemendur frá þessum löndum í þeim tilgangi að efnilegir nemendur hafi áfram tækifæri til náms á Íslandi, óháð efnahag. Markmið breytinganna er m.a. að laga íslenska háskólakerfið betur að alþjóðlegri þróun, efla gæði háskólanáms og styrkja fjárhagslega stöðu opinberu háskólanna í alþjóðlegri samkeppni.

„Við höfum verið að gera gríðarlegar kerfisbreytingar á hvernig fjármögnun til háskóla er háttað og færa hana nær því sem gengur og gerist á Norðurlöndunum, bæði með gagnsærra fyrirkomulagi og með því að breyta magndrifnu kerfi í gæðadrifið,“ segir Áslaug Arna í samtali við Morgunblaðið.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert