Hefur dregið úr vindi og úrkomu

Í gær var gríðarleg úr­koma á Sigluf­irði. Vatn flæddi inn …
Í gær var gríðarleg úr­koma á Sigluf­irði. Vatn flæddi inn í fjölda heimila. Ljósmynd/Aðsend

Lægðin sem olli leiðindaveðri víða um land í gær er nú skammt vestur af Færeyjum og grynnist smám saman. Því hefur talsvert dregið úr vindi og úrkomu á landinu.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Í gær var gríðarleg úr­koma á Sigluf­irði. Vatn flæddi inn í fjölda heimila í bænum.

Keimlíkt veður á morgun

Fram kemur í hugleiðingunum að áfram verði þó norðan- og norðvestanátt í dag, víða 5-13 m/s og rigning með köflum, en yfirleitt þurrt sunnan heiða. Hiti verði frá 6 stigum við norðurströndina upp í 15 stig syðst á landinu.

Keimlíkt veður verði á morgun, þó líklega heldur bjartara sunnanlands og síðdegis fari að draga úr vætu fyrir norðan.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert