Hraun stefnir á sprengjusvæði

Að óbreyttu mun hraun fara yfir svæði sem bandaríski herinn …
Að óbreyttu mun hraun fara yfir svæði sem bandaríski herinn notaði við æfingar á sjötta áratug síðust aldar. Samsett mynd

Rennsli úr eldgosinu við Sundhnúkagíga rennur að líkindum brátt yfir svæði sem er mengað af sprengjum frá því bandaríski herinn var við æfingar á sjötta áratug síðustu aldar.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 

Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík segir að enn sem komið er þá hafi hraunið ekki farið yfir svæðið en hins vegar eru allar líkur á því að það gerist á næstu dögum.

Engir innviðir í hættu 

„Það er enginn hætta af þessu og það eru engir innviðir í hættu og mengunin er að fara beint út á sjó af mögulegum sprengingum og því þurfum við bara að undirbúa þetta vel til að lágmarka áhættu,“ segir Einar 

Hann segir að ef ekki rignir séu allar líkur á því að hraun fari yfir þetta gamla sprengjusvæði í næstu viku. Hann segir svæðið erfitt yfirferðar og menn séu ekki að fara þangað í bráðlæti. 

Á sprengjusvæðinu er meðal annars stikuð gönguleið. 

„Herinn og Landhelgisgæslan hafa reglulega farið þarna til að hreins upp og stundum finnast uppgjafar sprengjur,“ segir Einar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert