Íslandshótel og Skógarböðin slíta samstarfi

Skógarböðin stefna áfram á uppbyggingu hótels á staðnum, þrátt fyrir …
Skógarböðin stefna áfram á uppbyggingu hótels á staðnum, þrátt fyrir að fyrirtækið hafi slitið samstarfi við Íslandshótel. Aðsend/Axel Þórhallsson

Íslandshótel og Skógarböðin hafa slitið samstarfi um uppbyggingu og reksturs hótels við Skógarböðin í Eyjafirði. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu í dag.

Áætlað var að opna hótelið við Skógarböðin á vormánuðum 2026. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð í ársbyrjun en reiknað var með fjárfestingu upp á fimm milljarða króna.

Ástæðan er sögð vera sú að Íslandshótel og Skógarböðin hafi ekki náð að samræma hugmyndir um framhaldið og að byggingarleyfi og annar undirbúningur hafi dregist.

Samt sem áður stefna Skógarböðin á að reisa hótel við böðin, líkt og fram kemur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert