Kviknaði í rútu á ferð nálægt Hjalteyri

Vinna á vettvangi er langt komin.
Vinna á vettvangi er langt komin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kom upp í stórri rútu á ferð nálægt Hvammi á Norðurlandi rétt fyrir kl. 13 í dag. Engan sakaði og búið er að slökkva eldinn.

Ólafsfjarðarvegur milli Hringvegar og Hjalteyrar er enn lokaður, að sögn Vegagerðar.

Kolbrún Björg Jónsdóttir, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Akureyri, segir að ökumaður hafi verið einn á ferð í rútunni og hann komist heill á húfi úr bifreiðinni.

Kolbrún segir að rútan sé stór og að mikið tjón sé á henni. Orsök eldsvoðans sé enn óljós en slökkvistarf hafi gengið vel. Vinna á vettvangi sé langt komin en lögreglumenn stýri enn umferð um svæðið.

Veistu meira? Tókstu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar í gegnum frettir@mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert