Nýja fangelsið sem stóð til að byggja á Litla-Hrauni verður ekki byggt þar heldur verður það staðsett í landi Stóra-Hrauns á gatnamótun Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar.
Hönnun er í gangi en endanleg kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir. Ljóst er að kostnaður verður ekki undir 14 milljörðum. Framkvæmdasýsla ríkisins – Ríkiseignir telja það sambærilegan kostnað og gerist t.d. í Danmörku og Svíþjóð.
Jörðin Stóra-Hraun er í eigu ríkisins og nú er verið að vinna að breytingum á skipulagi í samstarfi við Árborg.
Fangelsið á að rúma 100 afplánunarfanga auk þess sem hægt verður að bæta við 28 fangarýmum til viðbótar. Í deiliskipulagsvinnunni er auk þess gert ráð fyrir stækkun um allt að 150 fangarými til viðbótar.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.