Ný forysta Hallveigar með Steindór í broddi fylkingar

Nýkjörin stjórn Hallveigar. Frá vinstri til hægri: Kári Freyr Kane, …
Nýkjörin stjórn Hallveigar. Frá vinstri til hægri: Kári Freyr Kane, Agnes Lóa Gunnarsdóttir, Steindór Örn Gunnarsson, Árni Dagur Andrésson, Agla Arnars Katrínardóttir, Hildur Agla Ottadóttir Ljósmynd/Aðsend

Steindór Örn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr forseti Hallveigar, félags Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík, í gær.

Hann tekur við af Soffíu Svanhvíti Árnadóttur sem hafði gegnt stöðunni síðan 2023. Steindór Örn er tvítugur smíðanemi sem hefur setið í stjórn Hallveigar og miðstjórn Ungs Jafnaðarfólks síðastliðið ár.

Auk Steindórs er ný stjórn félagsins skipuð eftirfarandi fólki: Öglu Arnars Katrínardóttur nema í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands, Agnesi Lóu Gunnarsdóttur ökukennara, Árna Degi Andréssyni nema í matvælafræði við Háskóla Íslands, Hildi Öglu Ottadóttur nema í hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, Kára Frey Kane sundlaugarverði og Oddi Sigþóri Hilmarssyni leikstjóra.

Samfylkingin sú eina sem geti stýrt borgarstjórn

„Þetta er sterkur, fjölbreyttur hópur sem ég getið ekki beðið eftir að fá að vinna með,” er haft eftir Steindóri Erni í tilkynningu frá UjR.

Einnig er haft eftir honum: „Samfylkingin hefur sýnt að hún er eini flokkurinn sem getur stýrt meirihluta í Reykjavík.”

Þá mun hann hafa sagt að passa þurfi mál sem snerta ungt fólk séu efst á baugi fulltrúa flokksins „hvort sem það er borgarlína eða leikskólamálin, grunnskólar eða djammið, grænu svæðin eða húsnæðismarkaðurinn“.

Hann segi enn fremur: „Ungt fólk þarf að vera í forystu innan Samfylkingarinnar í Reykjavík af því að framtíðin er okkar.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert