„Alvarleg afbrot og manndrápsmál í fámennari byggðum úti á landi á síðari árum eru vissulega nokkuð sem stingur í augun,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, um þau manndrápsmál sem komið hafa uppi hér á landi síðustu misserin, ekki síst á landsbyggðinni.
Helgi segir það verðugt verkefni að kanna félagslega stöðu þeirra sem tengjast manndrápsmálum. Hann segir tíðni morðmála hafa aukist, miðað við að þau voru kannski 2-3 á ári að jafnaði kringum síðustu aldamót.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.