Ólafur Ragnar hnýtir í miðil vegna hræðsluáróðurs

Ólafi Ragnari er umhugað um að réttar upplýsingar komist á …
Ólafi Ragnari er umhugað um að réttar upplýsingar komist á framfæri um ástandið á Íslandi. Samsett mynd

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hnýtti í framsetningu breska miðilsins GB News inni á samfélagsmiðlinum X. Ástæðan er frétt með fyrirsögn sem segir að Bretum sé sagt að halda sig frá Íslandi vegna raða eldgosa.

Ólafur segir í beinskeyttri færslunni á X að landið sé fullkomlega öruggt og öruggara en göturnar í London. „Við vitum vel hvernig skal takast á við eldgos.“

Uppruni fréttar GB news eru tilmæli breskra stjórnvalda til þarlendra ferðamanna um að hafa varann á nærri eldgosinu. 

Reyndar er þetta ekki eina frétt GB News sem inniheldur varnaðarorð til Breta vegna ferða til Íslands. Landinu hefur verið líkt við einskonar stórhættusvæði á miðlinum. 

Í júní var skrifað um eldgosið þar sem fólk var hvatt til að hafa varnaglann á og fylgja m.a. fésbókarsíðu Almannavarna.

Í annarri frétt á GB News frá 27. júlí með fyrirsögninni „Haldið ykkur frá svæðinu“ er fólki bent á að hætta er á afbókunum og seinkunum á ferðum vegna hugsanlegs eldgoss, gasmengunar, grjóthruns, skriðufalla og flóða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert