Rigningin tætti í sig hlíðina við Hofsá

Vatnavextir í gær og í dag hafa valdið tjóni víða …
Vatnavextir í gær og í dag hafa valdið tjóni víða á Norðurlandi. Ljósmynd/Elvar Már Jóhansson

Miklir vatnavextir eru á Norðurlandi. Rigningin hefur rifið upp grasflöt við Hofsárbrú og flutt hana í heilu lagi ofan í ána. Einnig hefur Siglufjarðarvegi verið lokað.

Elvar Már Jóhansson náði loftmyndum af svæðinu við Hofsós þar sem sjá má að margra fermetra grasflöt hafi runnið ofan í Hofsá í nótt.

„Það hefur skriðið þarna fram helvíti mikil þúfa,“ segir Elvar í samtali við mbl.is.

Loftmyndin til hægri er fengin af map.is. Myndina vinstra megin …
Loftmyndin til hægri er fengin af map.is. Myndina vinstra megin tók Elvar í morgun. Samsett mynd/Map.is/Elvar Már
„Það hef­ur skriðið þarna fram hel­víti mik­il þúfa,“ seg­ir Elv­ar …
„Það hef­ur skriðið þarna fram hel­víti mik­il þúfa,“ seg­ir Elv­ar í sam­tali við mbl.is. Ljósmynd/Aðsend

Siglufjarðarvegi lokað

Skriðuföll og grjóthrun hafa einnig gert vart við sig víða á Norðurlandi í nótt og í dag.

Esther Hlíðar Jensen, sérfræðingur á skriðuvakt Veðurstofu Íslands, segir við mbl.is að tilkynnt hafi verið um aurskriður beggja vegna Strákaganga í nótt. Þá hafi einnig orðið aurskriða úr Jörundarskál fyrir ofan Siglufjörð.

Þá hafi veginum við Mánárskriður verið lokað í gær vegna skriðuhættu.

Esther nefnir einnig að vatnavextir hafi valdið aurskriðu sem féll á hús við Skálabrekku á norðaustanverðri Húsavík í nótt, eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag. Húsið og tvö hús til viðbótar voru rýmd vegna skriðufallsins.

Siglufjarðarvegi hefur verið lokað vegna skriðufalla og grjóthruns, samkvæmt upplýsingum á umferðarvef Vegagerðarinnar. Vegagerðin bendir á hjáleiðir um Lágheiði eða Öxnadalsheiði og Ólafsfjarðarveg. Stofnunin segir að frekari upplýsinga um vegalokanir sé að vænta um kl 15 í dag.

Nóg rigning á Reykjaströnd

Þá hafa nokkrar smærri skriður fallið á Reykjaströnd.

„Það er nóg rigningin og skriðurnar hérna á Reykjaströndinni,“ segir Úlfar Sveinsson, bóndi að Ingveldarstöðum á Sauðárkróki.

„Ég er staddur á Fagranesi núna. Hérna sér maður fimm, sex skriður,“ segir hann.

Þá hafi skriða einnig fallið heima hjá Úlfari, á Ingveldarstöðum, en hann tekur fram að lítið sem ekkert tjón hafi fylgt henni. 

Hann segir rigninguna greinilega óvenjumikla.

Stóran grasflöt vantar í hlíðina en hann situr nú í …
Stóran grasflöt vantar í hlíðina en hann situr nú í heilu lagi sjálfri áni. Ljósmynd/Elvar Már Jóhansson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert