Sama stef með nýjum tilbrigðum

Gosið hófst á fimmtudagskvöld.
Gosið hófst á fimmtudagskvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er nú sama stefið með smá tilbrigðum,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, um gosið sem hófst á Reykjanesskaga, austan Sýlingarfells, á fimmtudagskvöld.

Spurður í hverju tilbrigðin í þessu gosi felist helst nefnir Páll mikla skjálftavirkni en skjálfti sem mældist 4,1 að stærð varð þremur kílómetrum norðaustur af Stóra-Skógfelli um klukkutíma eftir upphaf goss. Um var að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur samfara eldgosum á Reykjanesskaga á þessu ári.

Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.
Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Hallur Már

„Skjálftavirknin sem fylgdi byrjuninni var í sterkara lagi. Það stafar væntanlega af því að gangurinn sem kvikuhlaupið fór í var á svæði sem ekki hafði brotnað alveg fullkomlega áður og það var ennþá há spenna fyrir í berginu,“ útskýrir Páll og bætir við:

„Gangurinn hljóp til norðvesturs og þar var greinilega spennustig fyrir sem gaf eftir þegar gangurinn hljóp þangað.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert