Banaslys á Breiðamerkurjökli: Leit frestað

Banaslys varð á Breiðamerkurjökli í dag.
Banaslys varð á Breiðamerkurjökli í dag. Ljósmynd/Rut Gunnarsdóttir

Einn er lát­inn og tveggja er saknað eft­ir að ís­vegg­ur gaf sig á Breiðamerk­ur­jökli í dag. Einn var flutt­ur al­var­lega slasaður á sjúkra­hús í Reykja­vík og er hann úr lífs­hættu. 

Lög­regl­an á Suður­landi grein­ir frá and­lát­inu í til­kynn­ingu.

Leit á jökl­in­um hef­ur verið frestað en haldið verður áfram að nýju í birt­ingu í fyrra­málið. 

„Aðstæður við leit­ina eru erfiðar og myrk­ur er nú skollið á. Ekki er talið for­svar­an­legt vegna hættu á vett­vangi að halda leit áfram í nótt. Leit hef­ur því verið frestað og verður henni fram haldið að nýju í birt­ingu í fyrra­málið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

25 manna hóp­ur var á jökl­in­um

Til­kynnt var um slysið kl. 15 í dag og var hóp­slysa­áætl­un al­manna­varna virkjuð. Ísvegg­ur gaf sig er 25 er­lend­ir ferðamenn voru í skipu­lagðri ís­hella­ferð á jökl­in­um. Fjór­ir lentu und­ir ís­farg­inu. 

Tveim­ur var bjargað und­an ís­farg­inu, var ann­ar þeirra úr­sk­urðaður lát­inn á staðnum en hinn send­ur suður til Reykja­vík­ur á sjúkra­hús. Er ástand hans stöðugt. 

Ferðamenn­irn­ir eru af nokkr­um þjóðern­um. 

Tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru send­ar á staðinn auk einn­ar þyrlu frá danska sjó­hern­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert