Hafi endurlífgað stúlku sem var stungin

Blóð er enn á stéttinni við Skúlagötu þar sem þrjú …
Blóð er enn á stéttinni við Skúlagötu þar sem þrjú ungmenni voru stungin í nótt. mbl.is/Ólafur Árdal

Hjúkr­un­ar­fræðing­ur sem átti leið fram­hjá vett­vangi hnífstungu­árás­ar í nótt seg­ist hafa end­ur­lífgað stúlku sem fór í hjarta­stopp á staðnum.

Þrjú ung­menni voru stung­in við Skúla­götu á Menn­ing­arnótt í miðbæ Reykja­vík­ur á tólfta tím­an­um í gær­kvöldi og er eitt þeirra í lífs­hættu að sögn lög­reglu. Seinna um nótt­ina var einn hand­tek­inn á heim­ili sínu grunaður um verknaðinn.

Lög­regla hef­ur enn ekki gefið upp kyn eða ald­ur brotaþola eða ger­anda en hef­ur staðfest að all­ir séu und­ir lögaldri.

Mik­ill viðbúnaður var niðri í bæ á Menn­ing­arnótt í gær og marg­ir urðu vitni að árás­inni að sögn lög­reglu.

Árásin var gerð við Skúlagötu 4.
Árás­in var gerð við Skúla­götu 4. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„All­ir í sjokki“

Hinn 32 ára Ryan Corcu­era var með fjöl­skyldu sinni þegar þau gengu fram á fórn­ar­lömb árás­ar­inn­ar í gær­kvöldi. Ryan, fil­ipps­eysk­ur að upp­runa, er hjúkr­un­ar­fræðing­ur á tauga­deild Land­spít­al­ans.

„Við sáum stelpu liggj­andi á jörðinni, blæðandi. Það voru all­ir í sjokki, ein­hver öskr­andi, ör­ugg­lega kærast­inn henn­ar,“ seg­ir Ryan í sam­tali við mbl.is. All­nokkr­ir hafi staðið í kring um stúlk­una þegar Ryan skarst í leik­inn.

Hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn seg­ir stúlk­una hafa litið út fyr­ir að vera 16-18 ára. Dreng­ur á svipuðum aldri, sem virt­ist ná­kom­inn henni, sat grát­andi yfir henni og ein stúlka til viðbót­ar sat skammt frá, að sögn Ry­ans.

Stúlkan var flutt á slysadeild og gekkst undir aðgerð í …
Stúlk­an var flutt á slysa­deild og gekkst und­ir aðgerð í nótt. Þegar blaðamaður mbl.is ræddi við lög­reglu á tólfta tím­an­um í dag var ung­mennið enn í lífs­hættu. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Hafi farið í hjarta­stopp 

„Eft­ir nokkr­ar sek­únd­ur fór hún í hjarta­stopp,“ seg­ir hann og lýs­ir stúlk­unni sem fölri. Hún hafi ekki náð að opna aug­un.

„Það þurfti bara að hefja end­ur­lífg­un strax,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn.

Og það hafi hann gert. Hon­um hafi tek­ist að end­ur­lífga stúlk­una sem tók um 2-3 mín­út­ur. Örfá­um mín­út­um síðar mættu viðbragðsaðilar á vett­vang. 

Stúlk­an var flutt á slysa­deild og gekkst und­ir aðgerð í nótt. Þegar blaðamaður mbl.is ræddi við lög­reglu á tólfta tím­an­um í dag var stúlk­an enn í lífs­hættu.

Ryan seg­ist enn vera í miklu áfalli eft­ir at­vik gær­dags­ins og kveðst óska stúlk­unni og fjöl­skyldu henn­ar góðs. Hann seg­ist vona inni­lega að hún sé á bata vegi. Lög­regl­an sagði fyrr í dag að stúlk­an væri í lífs­hættu.

Þegar mbl.is leitaði til lög­reglu til að spyrja hvort brotaþoli hafi farið í hjarta­stopp á vett­vangi kvaðst Grím­ur Gríms­son hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu.

Veistu meira? Þú get­ur sent okk­ur ábend­ing­ar á tölvu­póst­fangið frett­ir@mbl.is

Mik­ill viðbúnaður var niðri í bæ á Menn­ing­arnótt í gær …
Mik­ill viðbúnaður var niðri í bæ á Menn­ing­arnótt í gær og marg­ir urðu vitni að stungu­árás­inni að sögn lög­reglu. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert