Fjórir lentu undir ísfargi

Fjórir aðilar urðu fyrir ísfargi, nú þegar hefur tveimur aðilum …
Fjórir aðilar urðu fyrir ísfargi, nú þegar hefur tveimur aðilum verið náð undan ísnum og eru þeir alvarlega slasaðir,“ skrifar lögreglan. Rax / Ragnar Axelsson

Viðbragðsaðilar leita að tveimur sem eru enn fastir undir fargi íshellis sem hrundi í Breiðamerkurjökli fyrr í dag. Grafa er á leiðinni á vett­vang til að ryðja ís frá hellinum.

Tveimur til viðbótar hefur verið komið undan farginu en þeir eru báðir alvarlega slasaðir.

25 manna hópur var í skipulagðri ferð um svæðið með fararstjórn þegar íshellir hrundi og fjórir lentu undir ísfargi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum snemma á fjórða tímanum í dag.

„Alvarlega slasaðir“

„Fjórir aðilar urðu fyrir ísfargi, nú þegar hefur tveimur aðilum verið náð undan ísnum og eru þeir alvarlega slasaðir. Enn er verið að leita að tveimur aðilum sem eru fastir í íshellinum,“ skrifar lögreglan á Suðurlandi á Facebook.

Slysið er talið grafalvarlegt. Unnið er að björgunarstörfum á vettvangi. Ekki er vitað um frekara ástand á fólki á þessari stundu, að sögn lögreglu.

Almannavarnir hafa virkjað hópslysaáætlun, opnað samhæfingarstöð auk þess sem búið er að opna fjöldahjálparstöð í Öræf­um.

Veistu meira? Þú get­ur sent okk­ur ábend­ing­ar á tölvu­póst­fangið frett­ir@mbl.is

Fréttin hefur verið uppfærð.

Breiðamerk­ur­jök­ull geng­ur niður úr Vatna­jökli og Öræfa­jökli til suðurs og …
Breiðamerk­ur­jök­ull geng­ur niður úr Vatna­jökli og Öræfa­jökli til suðurs og suðaust­urs. Kort
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert