Hlýjast á Suðurlandi í dag

Allt að 15 stiga hiti í dag.
Allt að 15 stiga hiti í dag. Skjáskot/Veðurstofan

Allt að 15 stiga hiti verður á Suðurlandi í dag og þar ætti víða að sjást til sólar. Fyrir norðan má gera ráð fyrir rigningu eða súld.

Þetta kemur fram í hugleðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Lægð fyrir austan land beinir til okkar norðlægri átt, 5-13 m/s með rigningu eða súld norðan heiða. Þurrt sunnantil og þar ætti að sjást víða til sólar í dag. Síðdegis dregur úr úrkomu fyrir norðan. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast syðst,“ segir í hugleiðingunum. 

Þá kemur fram að á morgun komi dálítill hæðarhryggur yfir landið. Honum fylgi hæg breytileg átt og bjart veður, en dálítil rigning í fyrstu norðaustanlands. Hiti verði á bilinu 8 til 15 stig yfir daginn.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert