Mikill viðbúnaður vegna árásar í miðborginni

Ljósmynd/Colourbox

Mikill viðbúnaður var í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti í kvöld vegna alvarlegrar líkamsáraásar.

Sjónvarvottar segjast í samtali við mbl.is hafa orðið varir við umferð lögreglubifreiða í miðborginni um kl. 23:30. 

Fólk stungið með hnífi

Fram kemur á Vísi að fréttastofan hafi heimildir fyrir því að um alvarlega líkamsárás hafi verið að ræða. Fram kemur á fréttavef Rúv að tvær konur og einn karl hafi verið stunginn skammt frá athafnasvæði rafskútufyrirtækisins Hopps við Hörpu. En þetta er haft eftir sjónarvottum. 

Lögregla og sjúkralið fór á vettvang. 

Þetta hefur ekki fengist staðfest hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 

Hægt er að senda fréttaábendingar á netfangið frettir@mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert