Myllur hafa meðbyr

Vindmyllurnar á Hafinu ofan við Búrfell. Til vinstri á myndinni …
Vindmyllurnar á Hafinu ofan við Búrfell. Til vinstri á myndinni sést Þjórsá, en handan hennar er komið í Rangárþing ytra. Innan landamæra þar og ofar í landinu á Vaðöldu stendur til að reisa um 30 myllur. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þegar um­sókn um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir vindorku­ver kem­ur til af­greiðslu geri ég ekki ráð fyr­ir öðru en já­kvæðum und­ir­tekt­um hér. Þetta verk­efni virðist hafa meðbyr; að minnsta kosti eru óánægjuradd­ir ekki há­vær­ar,“ seg­ir Eggert Val­ur Guðmunds­son odd­viti Rangárþings ytra.

Sem kunn­ugt er gaf Orku­stofn­un á dög­un­um út leyfi fyr­ir virkj­un vindorku í Búr­fells­lundi, á svo­nefndri Vaðöldu, sem er nærri Sult­ar­tanga­stíflu. Þar er ætl­un Lands­virkj­un­ar að reisa 28-30 vind­myll­ur á 17 fer­kíló­metra svæði. Upp­sett afl þeirra verður um 120 MW. Sú orka er lítið eitt minni en upp­sett afl Sult­ar­tanga­virkj­un­ar, sem er þarna skammt frá og nýt­ir fall Tungna­ár.

Nærsam­fé­lagið njóti arðs af nýt­ingu

Skipu­lags­mál vegna vindorku­vers­ins eru í höfn og jarðvegs­rann­sókn­ir hafa verið gerðar.

Í Rangárþingi ytra hef­ur Lands­virkj­un verið með starf­semi í ára­tugi á Þjórsár- og Tungna­ár­svæðinu og starf­sem­in skipt sam­fé­lagið miklu máli. Skapað mörg­um at­vinnu, sér­stak­lega á fram­kvæmda­tím­um, að sögn odd­vit­ans. Slíkt ásamt öðru eigi vafa­laust sinn þátt í því að afstaða íbúa til vindorku­vers við Sult­ar­tanga er frek­ar já­kvæð. Það hafi komið skýrt fram í viðhorfs­könn­un sem sveit­ar­fé­lagið lét gera fyrr á þessu ári.

„Þótt við mun­um að öllu óbreyttu taka já­kvætt í um­sókn um fram­kvæmda­leyfi vegna Búr­fells­lund­ar höf­um við samt ákveðna fyr­ir­vara. Tryggja verður að nærsam­fé­lagið hér um slóðir njóti í ein­hverj­um mæli þess arðs sem nýt­ing vindork­unn­ar þarna mun skapa. Staðan er þannig að þegar hafa verið gerðir sölu­samn­ing­ar vegna þeirr­ar orku sem þarna verður fram­leidd og því mikl­ir hags­mun­ir í húfi,“ seg­ir Eggert Val­ur.

Nán­ar í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert