Nokkrar líkamsárásir framdar

Menningarnótt fór fram í gær.
Menningarnótt fór fram í gær. mbl.is/Inga

Það var nóg um að vera hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Lögreglustöð eitt sem sinnir meðal annars verkefnum í miðbæ Reykjavíkur skráði alls 78 mál hjá sér frá kl. 19 í gær.

Nokkrar líkamsárásir voru framdar. Fjórar eru flokkaðar sem minniháttar árásir.

Í nótt sendi lögregla frá sér tilkynningu þar sem fram kom að maður hafi verið handtekinn grunaður um stunguárás. Ekki eru gefnar frekari upplýsingar um málið.

Þá er önnur árás til rannsóknar þar sem hnífi var einnig beitt. Áverkar árásarþola eru ekki lífshættulegir, en einn var handtekinn í tengslum við málið. 

Hópur ungmenna að slást

Lögreglustöð eitt sinnti einnig máli þar sem hópur ungmenna var að slást. Þegar lögregla kom á staðinn héldu tveir áfram að slást af nokkurri ákefð. Tveir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem foreldrum var tilkynnt um málið.

Alls eru fimmtán atvik skráð hjá lögreglu þar sem ungmenni undir 18 ára, og oft undir 15 ára, voru færð í sérstakt athvarf sem var starfrækt í gær. Var það þá vegna ölvunar og/eða útivistartíma. 

Ein líkamsárás er skráð hjá lögreglustöð fjögur, sem sinnir verkefnum í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ. Hún er nú til rannsóknar hjá lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert