Skjálfti suður af Reykjavík: Eftirskjálfta vænst

Frá Kleifarvatni. Mynd úr safni.
Frá Kleifarvatni. Mynd úr safni. mbl.is/Arnþór Birkisson

Jarðskjálfti reið yfir suðvesturhorn landsins rétt fyrir miðnætti. Hans varð vart meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.

Mælingar Veðurstofu gefa til kynna að skjálftinn hafi átt upptök skammt austur af Kleifarvatni, eða beint í suður af Reykjavík.

Er hann talinn hafa verið af stærðinni 3,2. Telja vísindamenn Veðurstofu að búast megi við eftirskjálftum í kjölfarið.

Síðast varð skjálfti af þessari stærð á þessu svæði þann 26. febrúar.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert