Slys á Breiða­merkur­jökli: Tvær þyrlur ræstar út

Enn er óljóst hvað gerðist.
Enn er óljóst hvað gerðist. mbl.is/Sigurður Bogi

Tilkynnt hefur verið um slys á Breiðamerkurjökli og hefur fjöldi viðbragðsaðila verið kallaður út. Eðli slyssins er enn óljóst en viðbragðið er greinilega umfangsmikið.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar, segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is en Vísir greindi fyrst frá útkallinu.

Fyrri þyrlunnar er að vænta að vettvangi í kringum kl. 16.15, af orðum Ásgeirs að dæma.

Breiðamerkurjökull gengur niður úr Vatnajökli og Öræfajökli til suðurs og …
Breiðamerkurjökull gengur niður úr Vatnajökli og Öræfajökli til suðurs og suðausturs. Hægt er að smella á myndina til að fá upp gagnvirkt kort. map.is

Björgunarsveitir frá Höfn, Öræfum og Kirkjubæjarklaustri hafa verið ræstar út, að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjarga.

Sjúkraflutningabílar og lögreglubílar hafa einnig verið kallaðir út en þegar mbl.is hafði samband við varðstjóra lögreglu á Suðurlandi varðist hann allra frétta og bað um frið á meðan lögreglumenn væru enn að „ná utan um þetta“.

Hvorki Jón Þór né Ásgeir kváðust hafa frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu og vísuðu á lögreglu. Viðbragðsaðilar eru á leiðinni á vettvang. „Þetta er talsvert úr alfaraleið,“ segir Jón Þór, sem segir að viðbragðið sé umfangsmikið.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka