„Slysið er mjög alvarlegt“

„Slysið er mjög alvarlegt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, við …
„Slysið er mjög alvarlegt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, við mbl.is. mbl.is/RAX

Aðstæður eru erfiðar á Breiðamerkurjökli þar sem göngufólk er innlyksa í íshelli sem hrundi fyrr í dag. Einhverjir eru taldir alvarlega slasaðir.

Hóp­slysa­áætl­un al­manna­varna­deild­ar hef­ur verið virkjuð vegna slyss­ins og sam­hæf­ing­ar­stöð einnig verið opnuð.

Einnig er búið að opna fjöldahjálparstöð í grunnskólanum Hofgarði í Öræfum.

„Slysið er mjög alvarlegt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, við mbl.is. Þá séu aðstæður erfiðar, enda uppi á jökli.  „Það er langt að fara og þegar aðgerðir eru á ís verða aðstæður erfiðar.“

Til­kynnt var um slysið um kl. 15 í dag og hef­ur fjöldi viðbragðsaðila verið ræst­ur út. 

Flugvél og þyrlur ræstar út

Sérþjálfaðir björgunarmenn eru á leiðinni á vettvang og viðbragðsaðilar eru margir mættir að svæðinu.

Björg­un­ar­sveit­ir frá Höfn, Öræf­um og Kirkju­bæj­ark­laustri hafa verið ræst­ar út, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjargar.

Tvær þyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa verið kallaðar út vegna slyss­ins, seg­ir Hjördís. Önnur þyrla er á leiðinni. Þá er sjúkraflugvél einnig á leiðinni. 

Sjúkra­flutn­inga­bíl­ar og lög­reglu­bíl­ar voru einnig ræstir út en erfitt er að nálg­ast vettvang að sögn viðbragðsaðila.

Veistu meira? Þú get­ur sent okk­ur ábend­ing­ar á tölvu­póst­fangið frett­ir@mbl.is

Breiðamerk­ur­jök­ull geng­ur niður úr Vatna­jökli og Öræfa­jökli til suðurs og …
Breiðamerk­ur­jök­ull geng­ur niður úr Vatna­jökli og Öræfa­jökli til suðurs og suðaust­urs. Kort
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka