„Það þarf forvarnir, það þarf fræðslu“

Eigandi nikótínpúðaverslunarinnar Svens telur stjórnvöld mega efla fræðslu og forvarnir er varða neyslu nikótíns. Svens hafi áhuga á að vinna með stjórnvöldum að slíku átaki.

Um 35-40% fólks á aldrinum 19-24 ára neytir nikótínpúða daglega samkvæmt könnun Prósents frá því í ár, og um 21% fólks á aldursbilinu 30-39 ára samkvæmt könnun Gallup frá mars 2023.

„Það þarf forvarnir, það þarf fræðslu, og að krakkar taki meðvitaða ákvörðun þegar það er orðið átján [ára] hvort það vilji vera háð þessu eða ekki,“ segir Kristján Ra. Kristjánsson, einn af þremur eigendur verslunareðjunnar Svens sem rekur 11 nikótínpúðaverslanir á landinu.

Svens hefur verið gagnrýnt fyrir að höfða til yngri hópa en Kristján segir það alls ekki markmiðið. Hann ræddi við blaðamann mbl.is í nýjum þætti Dagmála.

Viðtalið í heild sinni er aðgengi­legt áskrif­end­um Morg­un­blaðsins.

Um 35-40% fólks á aldursbilinu 19 til 35 ára neyta …
Um 35-40% fólks á aldursbilinu 19 til 35 ára neyta nikótínpúða daglega, samkvæmt nýrri könnun Prósents. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Örugglega til í að taka þátt í átaki

Finnst þér að [sérvöruverslanir með nikótín] þurfi að sýna ákveðna samfélagslega ábyrgð með tilliti til þess að þau séu að græða á þessum ávanabindandi efnum?

„Ertu að leggja til að sérvöruverslanir í nikótíni taki sér saman með samfélagslega ábyrgð í forvörnum í skólum?“

Til dæmis, eða til dæmis að styrkja slík verkefni.

„Já, við höfum fengið fyrirspurnir um slíkt sem við höfum neitað, því okkur fannst það vegna þess hvernig umræðan er, vera líklegt til að ekki vera tekið á réttan hátt – að Svens sé sponsa eitthvað slíkt,“ svarar Kristján.

„En ef heilbrigðisráðuneytið kæmi með einhverja heilsteypta útfærslu á því að vera með fræðslu og forvarnir í skólum [...] þá mundi Svens alveg örugglega vera tilbúið að vera með í því ef eftir því er óskað,“ segir hann en tekur fram að hann vilji einnig betri fræðslu hvað varðar áfengisneyslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert