Þrjú ungmenni stungin í miðbænum

Árásin var framin í miðbænum.
Árásin var framin í miðbænum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglu var tilkynnt um tvær hnífaárásir í nótt. Þrjú ungmenni voru stungin í einni árásinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fluttir á bráðamóttöku

Laust fyrir miðnætti í gær var lögreglu tilkynnt um alvarlega líkamsárás í miðborginni þar sem hnífi var beitt. Þrír voru með stunguáverka og voru allir fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar. 

Í tilkynningunni segir að ástand eins hinna slösuðu sé alvarlegt. Hann gekkst undir aðgerð í nótt.

„Sá sem grunaður er um verknaðinn var handtekinn og verður yfirheyrður síðar í dag.  Brotaþolar og hinn grunaði eru allt ungt fólk og rannsóknin unnin í samvinnu við barnaverndaryfirvöld,“ segir í tilkynningunni. 

Ekki alvarlega slasaður

Á þriðja tímanum í nótt var lögreglu tilkynnt um aðra líkamsárás þar sem hnífi var beitt.

Sá sem grunaður er um hnífsstunguna var handtekinn og verður yfirheyrður síðar í dag. Brotaþoli í málinu er ekki alvarlega slasaður.

Í tilkynningunni segir að rannsókn beggja mála sé á frumstigum en miði vel. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert