71% Íslendinga hafa áhyggjur af dreifingu falsfrétta

Erlendir fjölmiðlar í Grindavík. Mynd úr safni.
Erlendir fjölmiðlar í Grindavík. Mynd úr safni. mbl.is/Eyþór

Meira en helmingur Íslendinga telur mikið fjölmiðlafrelsi vera á Íslandi, eða um 57%. Er þetta um 7% hækkun til samanburðar við síðasta ár.

Þetta kemur fram í könnun Maskínu um viðhorf Íslendinga til ýmissa þátta í utanríkisþjónustu Íslands.

Skjáskot/Maskína

71% áhyggjur af falsfréttum

Einnig var spurt um áhyggjur almennings vegna dreifingu falsfrétta. Þá sögðust um 71% aðspurða hafa miklar áhyggjur af dreifingu falsfrétta á meðan 8% segjast hafa engar áhyggjur af því.

Er þetta smávægileg fjölgun frá síðustu árum.

Skjáskot/Maskína

Flestir sækja erlendar fréttir af íslenskum miðlum

Um 55% Íslendinga segjast fylgjast vel með erlendum fréttum og fréttum af alþjóðamálum, en 33% segjast fylgjast í meðallagi með erlendum fréttum og fréttum af alþjóðamálum.

Skjáskot/Maskína

Afgerandi meirihluti Íslendinga sækja fréttir af erlendum vettvangi á íslenskum miðlum, eða um 74%.

Um 23% segjast sækja erlendar fréttir af erlendum miðlum.

Skjáskot/Maskína
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert