Áberandi mökkur: „Sambland af gasi og gróðureldum“

Sjá má myndarlegan gosmökk stíga til himins frá gosstöðvunum.
Sjá má myndarlegan gosmökk stíga til himins frá gosstöðvunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikill mökkur hefur risið upp frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga það sem af er degi. Gosið hófst á Sundhnúkagígaröðinni á fimmtudagskvöldið.

„Þetta er eitthvað sambland af gasi og gróðureldum að því er ég best veit,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, við mbl.is.

Er hann spurður út í ástæðu þessa mikla mökks en þurrt hefur verið á svæðinu síðustu daga og gróðurinn þar af leiðandi skraufþurr.

Eitt svæði virkt

Bjarki segir að eitt gígsvæði sé virkt og ekki sjáist mikil hreyfing á hrauninu.

Íbúar á Suðurnesjum gætu fundið fyrir mengun frá gosstöðvun­um í dag en vindáttin er að snúast í suðaustur og gæti mengunar orðið vart síðdegis í Keflavík og í Höfnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert