Agnes kveður kirkjuna

Kveðjumessa Agnesar var í gær.
Kveðjumessa Agnesar var í gær. mbl.is/Ólafur Árdal

Fjölmenni var við guðsþjónustu í Reykjavík í gærmorgun, sem var kveðjumessa sr. Agnesar M. Sigurðardóttur sem formlega lætur af embætti biskups Íslands nú um mánaðamótin. Hér sést Agnes ganga úr kirkju að athöfn lokinni en fyrir aftan hana vígslubiskupar landsins, sr. Kristján Björnsson í Skálholti til vinstri og Gísli Gunnarsson á Hólum.

mbl.is/Ólafur Árdal

Síðdegis í gær voru svo settir svonefndir Kirkjudagar, en vettvangur þeirra og fjölbreyttrar dagskrár er í Lindakirkju í Kópavogi. Þar verða á næstu dögum alls 40 málstofur um fjölbreytt svið kristindómsins og guðfræðinnar. Áberandi stef í máli þeirra sem þar koma fram eru stríð og friður, sem er í samræmi við ástand og horfur á líðandi stundu. 

mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is/Ólafur Árdal
mbl.is/Ólafur Árdal
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert