Aukið aðgengi að áfengi ógn við lýðheilsu

Félögin kalla eftir viðbrögðum yfirvalda vegna stóraukinnar netsölu áfengis á …
Félögin kalla eftir viðbrögðum yfirvalda vegna stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi. Ljósmynd/Colourbox

Félög heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka hafa skorað á yfirvöld um að bregðast við yfirstandandi lýðheilsuógn vegna stóraukinnar netsölu áfengis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum.

Spyrja hvort salan sé lögleg

Áskorunin kemur í kjölfar fyrirhugaðar áfengissölu Hagkaups til neytanda. En félögin kalla eftir því að yfirvöld ákveði hvort slík sala sé lögleg samkvæmt lögum um verslun með áfengi og tóbak.

„Yfirvöld geta ekki horft aðgerðalaus á þá lýðheilsuógn sem nú steðjar að vegna stóraukinnar netsölu áfengis á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.

Fer gegn lýðheilsustefnu Íslands

Félögin segjast taka undir orð Willum Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra um ógnina sem meint ólögleg netsala áfengis steðji á grundvallarmarkmiðum Íslands um lýðheilsu.

Þau vitna í lýðheilsustefnu Alþingis til ársins 2030 þar sem segir að stjórnvöld skuli ætíð hafa lýðheilsu að leiðarljósi við alla áætlanagerð og stefnumótun.

„Félögin skora á yfirvöld að hika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um einkasölu ÁTVR á áfengi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert