Bandarískt par lenti undir ísfarginu

Þau sem lentu undir ísfarginu í Breiðamerkurjökli og náðust undan því í gær voru par, karl og kona. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu.

Þau eru bandarískir ríkisborgarar.

Karlmaðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi í gær, en konan var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Fossvogi þar sem hún liggur enn.

Líðan hennar er sem fyrr stöðug og ekki í lífshættu.

Enginn reyndist vera undir ísnum sem fjarlægður var í þeim björgunaraðgerðum sem tóku við eftir að parið náðist undan farginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka